Húsgagnaverslunin Patti er flutt á Bíldshöfða 18 og þar er hægt að skoða mikið úrval sérsmíðaðra sófa og sófasetta í um 500 fermetra, björtum sýningarsal. Verslunin er á götuhæð þannig að aðgengi er gott og nóg er af bílastæðum.

Framkvæmdastjóri og eigandi Patta er Gunnar Baldursson sem er húsgagnabólstrari að mennt. Hann hefur framleitt húsgögn í yfir 35 ár eða allar götur síðan hann lærði bólstrun. ,,Hingað kemur fólk til mín sem hefur t.d. keypt hér sófa fyrir tveimur eða þremur áratugum síðan og vill láta endurklæða hann. Það kann svo vel við hann og finnst gott að sitja í honum. Það er virkilega gaman þegar ég fæ tækifæri til að vinna í sófa sem ég bjó sjálfur til. Þá skynja ég líka hversu góð endingin hefur verið“ segir Gunnar.

patti_versl

Breyttir straumar í sófatískunni

Þegar Gunnar er spurður að því hvort hann skynji miklar breytingar í tískustraumum, þegar kemur að sófum, svarar hann: ,,Fyrir um 20 árum síðan var svarti liturinn allsráðandi en nú er litir sem fólk velur fjölmargir. Allir þeir litir sem sjá má á sófum og stólum hér í versluninni á Bíldshöfða eru litir sem viðskiptavinir okkar hafa valið. Hér er hægt að velja úr breiðri línu áklæða og í hverri áklæðistegund eru á milli 20 til 30 afbrigði lita. Dæmi er um að valdir séu fimm litir á einn og sama sófann, þ.e. einn litur á hverja setu“ segir Gunnar og hlær.

Sérsmíði býður upp á óþrjótandi möguleika

Sófarnir hjá Patta eru að lang stærstum hluta framleiddir hjá fyrirtækinu og oftast eru þeir hannaðir og smíðaðir eftir máli og óskum viðskiptavinarins.

Gunnar

Gunnar Baldursson bólstrari í söluhæsta sófa Patta

„Segja má að þegar kemur að hönnun getum við boðið öllum sófa við sitt hæfi, hvort sem þeir vilja sígilda sófa, mjúka sófa eða stílhreina sófa“ segir Gunnar. „Við framleiðum sófa eins og viðskiptavinirnir vilja hafa þá. Þeir velja módelið, áklæðið og litinn og svo koma stundum séróskir um breytta útfærslu eins og misháa fætur eða að það þarf að breikka eða mjókka sófann. Svo er alls ekki óalgengt að við smíðum sófa algjörlega inn í það rými sem hann á að vera í.“

 

 

Gunnar segir að módelin sem hann hanni gjörbreytist eftir því hvaða áklæði eru sett á þau sem og hvaða litir eru valdir. Ein vörulína geti t.d. verið útfærð þannig að úr verði um tíu mismunandi módel þar sem í einu er t.d. laus púði, fastur púði í öðru, koddapúðar í því þriðja og mismunandi tegundir af örmum. Módelin geti því gerbreyst fyrir utan að á þau eru sett mismunandi áklæði.

„Ef viðskiptavinurinn er með séróskir og langar í sófasett sem við eigum ekki til eða kemur með hugmynd að ákveðnu útliti þá er það mjög spennandi fyrir mig að takast á við slíkt verkefni og uppfylla þær óskir. Oft koma mjög skemmtileg módel út úr þannig verkefnum sem hafa jafnvel skilað okkur góðu gengi í gegnum árin og selst vel. Hugmyndir viðskiptavina hafa því mikil áhrif á vöruþróun hjá okkur.“

Sófarnir eru smíðaðir á verkstæði Patta sem staðsett er í sama húsnæði og verslunin. Gunnar segir að það sé meðal annars ástæða þess að hægt sé að bregðast hratt við hvers konar óskum og að nálægðin auðveldi fyrirtækinu að bregðast skjótt við. „Okkur tekst yfirleitt að leysa alla hluti“ bætir hann við.

Roma-2-H-2

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfir 3000 gerðir af áklæði

Í sýningarsal verslunarinnar er rúmgott svæði þar sem viðskiptavinir geta skoðað fjölbreytt úrval af þeim áklæðum sem í boði eru. Hægt er að velja úr meira en 3000 tegundum af tau- og leðuráklæðum. „Í hverri áklæðistegund er svo kannski hægt að velja á milli 20 og 30 litaafbrigða“ útskýrir Gunnar.

„Við bjóðum upp á leður, tauáklæði og Aqua Clean áklæði sem er nýjung hjá okkur. Aqua Clean áklæðið er búið þeim eiginleika að hægt er að strjúka af því með vatni og tusku og þá nást nær öll óhreinindi úr. Það er einnig eitt slitsterkasta áklæði sem fáanlegt er í dag.“ Aqua Clean tæknin gerir það að verkum að jafnvel erfiðustu blettir náist úr áklæðinu eins og eftir olíu, mjólk, tómatsósu, sinnep, léttvín, sósur, kaffi, te, líkjöra og meira að segja kúlupenna. „Þeim sem efast er velkomið að líta við í verslun okkar til að sannreyna þetta“ segir Gunnar og brosir.

Ravel-stapel Chicago-Stahl-1 Beethoven-stapel

 Ravel-AL Amsterdam-Stahl-5

 

 

 

 

 

Sterkbyggð húsgögn fyrir opinbera aðila, hótel og kaffihús

Auk þess að smíða sófa býður Patti einnig upp á fjölbreytt úrval húsgagna í flest rými. Einnig færist það í aukana að flutt séu inn slitsterk húsgögn fyrir hótel, veitingastaði og ráðstefnu- og fundarsali. Þá hefur fyrirtækið annast sérsmíði á sófum og stólum um áratuga skeið fyrir margar opinberar stofnanir eins og skóla og leikskóla, þar sem þörf er fyrir einstaklega endingargóðar og sterkbyggðar vörur samkvæmt ítrustu gæðakröfum.
„Þótt þessi þáttur fari vaxandi er þó hjartað í starfsemi okkar ávallt í sérsmíði og hönnun sófa“ segir Gunnar að lokum. 

[easymedia-slider-two med=“32255″]

 

[table “” not found /]