Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 45 íbúða fyrir almennan markað í tveimur fjölbýlishúsum við Sogaveg 73-77. Meðalstærð íbúða verður 94 m² og eru verklok áætluð vorið 2019.

Fjölbýlishúsin tvö verða allt að þrjár hæðir, þar sem hver hæð er dregin aðeins inn miðað við hæðina fyrir neðan og verða íbúðirnar af mismunandi stærðum, 55-130 m². Það er fyrirtækið SV737 ehf. sem stendur fyrir verk-efninu.