Sól á Sóleyjargötu

Skrifstofa Forseta Íslands hefur verið á Sóleyjargötu 1, eða Staðarstað eins og húsið heitir, frá árinu 1996. Síðan Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17 júní 1944, hafa sex einstaklingar gegnt embætti Forseta Íslands. Fyrsti Forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson 1944 – 1952, næstur kom Ásgeir Ásgeirsson 1952 – 1968, þriðji Forsetinn var Kristján Eldjárn 1968 – 1980. Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti kosni kvenforseti í heimi, var Forseti Íslands árin 1980 – 1996. Ólafur Ragnar Grímsson var forseti frá 1996 til 2016, þegar núverandi forseti, Guðni Th Jóhannesson tók við völdum.Ótrúlega falleg og dramatísk birta við Reykjavíkurtjörn seinnipartinn í gær. Skrifstofa Forseta Íslands, hvíta uppljómaða húsið til vinstri. Hallgrímskirkja efst til vinstri í skugga.

Ótrúlega falleg og dramatísk birta við Reykjavíkurtjörn seinnipartinn í gær. Skrifstofa Forseta Íslands, hvíta uppljómaða húsið til vinstri. Hallgrímskirkja efst til vinstri í skugga.

Reykjavík 07/09/2021 17:28 : A7R IV / FE 2.8/100mm GM OSS

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson