Sól og sumar á haustdegi á Þingvöllum

 

Það var fallegt á Þingvöllum í morgun, en undir yfirborði Þingvallavatns er huldu- og krabbaheimur sem á engan sinn líkan.

Sól og sumar á haustdegi á Þingvöllum

Níutíu prósent af því vatni sem rennur í Þingvallavatn kemur neðanjarðar úr sprungum í berginu við og á bottni þessa stærsta náttúrulega stöðuvatns Íslands. Vatnið sem rennur frá Langjökli, 30 km norðan við vatnið er 20 til 30 ár á leiðinni í Þingvallavatn. Yfirborð vatnsins liggur í akkúrat í 100 m / 328 ft hæð yfir sjávarmáli, en dýpt vatnsins eru 114 m / 374 ft, svo botn vatnsins er fyrir neðan sjávarmál. Þingvallavatn er þekkt fyrir góða veiði, í vatninu eru fjórar tegundir af heimskautableikju og víðfrægur urriðastofn sem hefur þróast í vatninu síðustu 10.000 árin. Auk þess lifa tvær tegundir krabbadýra í vatninu, þær finnast hvergi í heiminum nema í Þingvallavatni. Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO.

 

Þingvellir  10/10/2021 10:56 – A7R III : FE 1.8/14 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson