Vestari hafnargarðurinn í Reykjavík, hægra megin við miðju er Menningarhúsið Harpa, og hægra megin við Hörpu er The Reykjavik EDITION hotel, sem opnar í vikunni. 

Sólarupprás 

Dagurinn styttist hratt í Reykjavík á þessum árstíma. Sólarupprás var klukkan 08:15 nú í morgun, þegar ég mætti þessum myndasmið að fanga morgunstemminguna við gömlu höfnina í Reykjavík. Það var ekki hlýtt í höfuðborginni svona snemma rétt rúm 1°C / 34°F, en spáin segir að um miðjan dag verði hitinn kominn í heilar 7°C / 45°F, og fer að rigna með kvöldinu. Sólsetur í höfuðborginni í kvöld er klukkan 18:10

Reykjavík  14/10/2021 08:22 – A7R IV : FE 1.8/14 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson