Stærsta vatn landsins…  næstumþvi

Stærsta vatn landsins…  næstumþvi

Það var sérkennilegt veður við Þingvallavatn í gær, sól og rigning á sama tíma og stafalogn, sem er mjög óvenjulegt. Þingvallavatn er stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands 84 km2 / 33 mi2 að flatarmáli og það er alltaf kalt. Mest af vatninu kemur beint úr uppsprettum á botni vatnsins, en dýpst er það 114 m / 374 ft. Úr Þingvallavatni rennur Sogið, stærsta og vatnsmesta lindá á Íslandi. Elsti þjóðgarður landsins, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930 og liggur við norðanvert vatnið. Árið 2004 var Þingvallaþjóðgarðurinn samþykktur inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Með samþykktinni er staðurinn einn þeirra tæplega þúsund menningar og náttúrúminjastaða um allan heim sem eru taldir hafa einstakt gildi fyrir heimsbyggðina. Það er er stutt að vatninu frá höfuðborginni, 45 mín akstur ef maður flýtir sér hægt.  

Horft í suðaustur af Símonarbrekku yfir Hestvík, Þingvallavatni og að nesinu Klumbu. Fjallið Búrfell í fjarska

Þingvallavatn  07/08/2021  12:11 100mm

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson