Stærstu hraunin

Stærstu hraunin

Síðan Ísland byggðist árið 874 hafa hér orðið ansi mörg eldgos, og stór hluti landsins er þakin hraun. Eldgos, stór og smá hafa verið frá upphafi byggðar ógn sem landsmönnum stafar hætta af, bæði vegna öskufalls og hraunrennslis, samanber Skaftárelda. Stærsta hraun sem runnið hefur frá landnámi er Eldgjá, í Vestur-Skaftafellssýslu, norðvestan við Kirkjubæjarklaustur. Hraunið sem kom úr gosinu árið 934, þekur hvorki meira né minna en 800 km² lands, nærri eitt % af Íslandi. Næst er Skaftáreldahraun frá árinu 1783, einnig í Vestur-Skaftafellssýslu og þekur 589 km². Vegfarendur á leið um hringveg eitt, keyri í gegnum hraunið, sitt hvoru megin við Kirkjubæjarklaustur á löngum köflum. Þriðja stærsta hraunið er Hallmundarhraun í Borgarfirði frá 10. öld en það er 205 km² að stærð. Fjallsendahraun er fjórða stærst, rétt norðan við Bárðarbungu og Vatnajökul, í Suður-Þingeyjarsýslu. Það hraun kom í gosi á Dyngjuhálsi á 13.öld og er 191 km² að stærð. Í fimmta sæti er síðan Holuhraun, en það gos var árið 2014, rétt norðan við Fjallsendahraun, sunnan við Öskju og Dyngjufjöll, og þekur 85 km² lands, er þó rétt rúmlega 10% af stærð gossins í Eldgjá. Stærsta hraun á Íslandi er Ódáðahraun, milli Mývatns og Vatnajökuls, en það hraun hefur myndast í ótal gosum á löngum tíma. Það er 4.400 km² að stærð.

 

Úr Eldgjá, sem gaus stærsta hrauni síðan land byggðist árið 934
Holuhraun, sem varð til í stóru gosi árið 2014
Lindarlækur sem rennur hér Skaftá í Eldhrauni, sem kom úr gosinu í Lakagígum árin 1783-1784

Hallmundarhraun – A7RIII – 2.8/21mm Z, FE 2.8/90mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson