Stólaskipti
Formaður Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks landsins, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, sagði af sér embætti þann 10 október. Umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið vanhæfur við sölu á eignarhlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka, þriðja stærsta banka landsins. Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í nýju húsi íslenskunnar Eddu, fimm dögum síðar. Þar sem Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum, tilkynnti með Bjarna, og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins, en þessir þrír flokkar mynda ríkisstjórn, að Bjarni tæki við sem Utanríkisráðherra. Hefði stólaskipti við varaformann Sjálfstæðisflokksins, Utanríkisráðherra Þórdísi Kolbrúnu Reykjafjörð Gylfadóttur, sem tæki við Fjármála- og Efnahagsráðuneytinu. Icelandic Times / Land & Saga var auðvitað á staðnum.

Edda, nýtt hús íslenskunnar, þar sem blaðamannafundurinn var haldinn

Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að klára kjörtímabilið, sem er hálfnað með stæl

Fundinum var sjónvarpað beint á RÚV

Bjarni sagði að með afsögn vildi hann skapa frið um Fjármálaráðuneytið, og að hann sem formaður Sjálfstæðisflokksins væri mikilvægt að hann sæti áfram í ríkisstjórninni

Á blaðamannafundinum áréttaði Katrín að þessi ríkisstjórn ætlaði að klára kjörtímabilið
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 15/10/2023 – A7C, RX1R II : FE 1.8/14mm GM, 2.0/35mm Z