Caruso 

Suðrænn matur og þægilegt andrúmsloft

Veitingastaðurinn Caruso flutti nýlega í glæsilegt hús við Austurstræti 22 en veitingastaðurinn hefur verið starfræktur í Reykjavík í um tvo áratugi. Margir hafa heyrt um ítalska óperusöngvarann Enrico Caruso en nafn veitingastaðarins vísar einmitt í þennan heimsfræga son Ítalíu sem söng margar aríurnar með sinni tæru rödd.

Caruso salur (1 of 1)-2Það eru hjónin José García og Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir sem reka Caruso þar sem segja má að ítalski andinn ráði ríkjum hvort sem það tengist gómsætum réttunum eða tónlistinni sem leikin er.

Kriss 01 (1 of 1)-2Caruso (1 of 1)-4Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á veitingastaðnum þar sem úrval girnilegra rétta á matseðlinum er mikið en þess má geta að um er að ræða hádegisseðil og aðalmatseðil þar sem m.a. er hægt að velja um þriggja rétta tilboð. Lögð er áhersla á gómsæta, suðræna rétti – allt frá súpum upp í steikur að ógleymdum pastaréttum og pítsum. Svo er þjónustan til fyrirmyndar.

Salurinn í nýju húsakynnunum er einstaklega fallegur og hlýlegur og má segja að þar blandist saman gamli íslenski tíminn og jafnvel sagan – í nýju húsi þó – og suðrænn stíll í innanstokksmunum, mat og drykk.

Allt að 40 manna hópar geta pantað sæti á Caruso og fá þeir 15-20% hópafslátt á þriggja rétta matseðlinum. Þá er í boði með matnum úrval vína frá ýmsum löndum.

Sú staðreynd að veitingastaðurinn hefur verið starfandi í um tvo áratugi sést á fjölda gesta en oft er fullbókað enda er Caruso á meðal elstu veitingastaða í miðborginni.

Caruso (1 of 1)Lifandi tónlist um helgar

José García segir að gestir á öllum aldri eigi að geta átt notalega kvöldstund á Caruso. „Við reynum alltaf að setja svipaða hópa saman. Þeir sem vilja t.d. fá aðeins meira næði og eiga kannski rómantíska kvölstund með maka sínum sitja í einum hluta veitingastaðarins á meðan t.d. fjölskyldufólk situr á öðrum stað. Allir eiga að geta upplifað staðinn á sínum forsendum.“

IMG_4163 lambakorona 2IMG_4187 surf and turf 1IMG_3987 lax 2IMG_4511-2 salat templada 5IMG_4639 kókosís 4IMG_4742 camebert 2IMG_5330 pasta di mare 5IMG_4412-2 tomatsallat2Þess má geta að reglulega er boðið upp á lifandi tónlist á Caruso og er oft mikil stemmning í húsinu; ekki síst þegar Símon Ívarsson, hinn kunni, klassíski gítarleikari, spilar fyrir matargesti á föstudags- og laugardagskvöldum. Þau kvöld ættu að vera ógleymanleg: Suðrænn matur, suðræn tónlist og suðræn stemmning. Oft myndast sérstakt andrúmsloft á Caruso þegar Símon spilar (og gestir í salnum fara jafnvel að spjalla saman milli borða.)

Fastagestir

Gómsætur maturinn og frábær þjónustan á Caruso gerir það að verkum að fastagestir koma ár eftir ár. Þjónustan er persónuleg og er góður andi á meðal starfsfólks enda hafa sumir starfsmennirnir unnið á veitingastaðnum frá upphafi. José García leggur einmitt áherslu á góðan starfsanda. „Mér finnst skipta miklu máli að starfsfólkið sé ánægt í sínu starfi. Þá verður allt miklu þægilegra og viðskiptavinirnir verða ánægðari.“

Caruso salur (1 of 1)-4Sumir fastagestirnir hafa borðað reglulega á veitingastaðnum frá því hann var opnaður fyrir um tveimur áratugum. Sumir borðuðu í fyrsta skipti á Caruso þegar þeir voru börn og koma nú jafnvel með sín börn til að gæða sér á einhverjum af hinum fjölbreyttu, suðrænu réttum sem boðið er upp á.

Caruso salur (1 of 1)„Á hverjum einasta degi kemur einhver inn á veitingastaðinn sem við þekkjum eða höfum séð áður og það gildir bæði um Íslendinga og útlendinga. Sumir ferðamenn venja komur sínar til okkar jafnvel daglega á meðan á dvöl þeirra stendur. Þetta er það sem Caruso snýst um; hér er þægilegt andrúmsloft og góður matur sem fær fólk til þess að koma aftur og aftur. Það er mesta hrósið.“

CARUSO NOTA JANUAR 2015 caruso.is