Sumarauki í vetrarbyrjun

Einstök veðurblíða er nú ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, heldur á öllu landinu, og verður eitthvað áfram. Icelandic Times / Land & Saga skrapp rétt út fyrir Reykjavík, upp í Heiðmörk, og Rauðhóla til að mynda, og njóta veðurblíðunnar meðal annarra borgarbú og ferðamanna sem nutu haustlitanna og sólageislana sem gerðu hitan um miðjan dag, bærilegan á íslenskan mælikvarða. En dagurinn er orðinn stuttur, sólarupprás í Reykjavík er á morgun klukkan fimm mínútur í níu, og sólsetur klukkan 17:27, dagsbirtan er semsagt rúmur átta og hálfur klukkutími. 

Gróður á svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur

Hólmsá við Rauðhóla

Finnskur ferðamaður faðmar sólina í Rauðhólum

Rauðhólar voru friðlýstir árið 1974

 

Heiðmörk er frábært svæði til útivistar, útivistarsvæði sem er steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu

Eftir frost í nótt, bræðir sólin héluna af gróðrinum í Heiðmörk

Heiðmörk 27/10/2022 : A7C, A7R IV – FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson