Sumargöngur í Hafnarfirði

Víðistaðatún – höggmynda- og almenningsgarður

Fra Vidistadatuni i HafnarfirdiÍ sumar er boðið uppá kvöldgöngur í Hafnarfirði með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Miðað er við að þær taki um klukkustund og séu við allra hæfi. Þátttaka er ókeypis.

Fimmtudaginn 23. júlí kl. 20 verður gengið um Víðistaðatún í fylgd Þráins Haukssonar landslagsarkitekts. Hugað verður bæði að sögu, skipulagi og listaverkunum á túninu.

Gengið verður frá Skátaheimilinu við Hjallabraut 51.

Þráinn Hauksson nam landslagsarkitektúr við Den Kongelige Veterinær og landbohøjskole í Kaupmannahöfn og er einn eigenda landslagsarkitekta stofunnar Landslag.  Í námi sínu vann Þráinn lokaverkefni um Víðistaðatún. Árið 1985 tók hann þátt í samkeppni um skipulag og hönnun útivistarsvæðis á Víðistaðatúni. Tillaga Þráins og samstarfsfélaga hans bar sigur úr býtum og í kjölfarið unnu þeir að skipulagi og hönnun svæðisins í samræmi við vinningstillöguna.

Sumargöngur í Hafnarfirði eru samstarf Hafnarborgar, Byggðarsafns, Bókasafns og skrifstofu menningarmála í Hafnarfirði. Göngurnar njóta stuðnings frá Hafnarfjarðarhöfn.
Dagskrá:

23. júlí – Víðistaðatún – Þráinn Hauksson landslagsarkitekt. Gengið frá Skátaheimilinu við Hjallabraut.

30.júlí – Hugað að náunganum – Gengið um slóðir sem endurspegla þátttöku kvenna í uppbyggingu umönnunar og heilsugæslu í Hafnarfirði. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

6. ágúst – Verslunarsaga – Lúðvík Geirsson fyrrverandi  bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Gengið frá Hafnarborg.

13. ágúst – Loksins klukknahljómur – Björn Pétursson Bæjarmynjavörður Hafnarfjarðar fjallar um kirkjusögu bæjarins. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins

20. ágúst – Ásgeir Stefánsson og framlag hans til íslenskrar byggingarlistar – Pétur H. Ármannsson arkitekt. Gengið frá Hafnarborg.

27. ágúst – Vettvangur æskunnar – Árni Guðmundsson félagsuppeldisfræðingur leiðir göngu um slóðir unglingamenningar. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

 
Bókasafn Hafnarfjarðar
Strandgötu 1
220 Hafnarfjörður
www.bokasafnhafnarfjardar.is

Byggðasafn Hafnarfjarðar
Vesturgata 8
220 Hafnarfjörður
www.hafnarfjordur.is/byggdasafn

Hafnarborg

Strandgata 34

220 Hafnarfjörður

www.hafnarborg.is

Frekari upplýsingar veita:
Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt, s. 820-5303
Hildisif Hermannsdóttir, Hafnarborg,  s. 585 5790