Tæplega… 400 hundruð þúsund

Tæplega… 400 hundruð þúsund

Verða íbúar á Íslandi 400 þúsund á næsta ári? Hagstofa Íslands var að birta tölur um íbúafjölda á landinu 1. janúar 2022, og þá vorum við 387.758 þúsund og íbúum landsins fjölgað um 11.510 á árinu sem er mesta fólksfjölgun síðan manntal var tekið upp árið 1734. En þá bjuggu á Íslandi 43.648 manns.  Íbúafjöldinn hefur semsagt næstum tífaldast á aðeins 280 árum. Landsmönnum fjölgaði semsagt um 3.1%, en mismunandi eftir landshlutum. Mesta fjölgunin var á Reykjanesi / Suðurnesjum, en íbúum þar fjölgaði um 6.7%. Minnst fjölgun var á norðvesturlandi, en íbúum þar fjölgaði þar um 0.4% eða 27 einstaklinga. Tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa á höfuðborgarsvæðinu frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ, eða 243 þúsund manns. Næst fjölmennasta þéttbýlissvæði landsins er Keflavík / Njarðvík með 23 þúsund íbúa, í þriðja sæti er stór Akureyrarsvæðið með tæplega 20 þúsund íbúa. Í strjálbýli, sveitum landsins búa 22 þúsund manns. Fámennasta sveitarfélagið, en þau eru 64, er Árneshreppur norður á Ströndum, en íbúar þar eru 47 og fjölgaði hvorki meira né minna en um 11.7%, eða fimm einstaklinga. 

 Frá Gjögri í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi á íslandi

 

 

Einn íslendingur flýtur í sundlauginni á Hofsósi í Skagafirði, þar sem íbúum fjölgaði minnst á landinu
17.júní í Reykjavík, en tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa á höfuðborgarsvæðinu
Verðum við 400 þúsund á næsta ári?
Íslendingar í ís-landi

 

Mannfjöldalínurit um fjölgun íslendinga frá 1734 frá Hagstofu Íslands

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

09/03/2023 : RX1RII, A7R IV : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z