Jarðeldarnir við Fagradalsfjall

Það er mikill kraftur í eldgosinu í Meradölum

Jarðeldarnir við Fagradalsfjall

Hraunflæðið sem kemur úr nýja eldgosinu í Meradölum, þekur nú 1,25 ferkílómetra samkvæmt gögnum frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Mælingar sem stofnun hefur gert síðustu tíu daga hefur hraunflæðið verið 10,4 rúmmetrar á sekúndu. Það er mjög svipað hraunflæði og var í eldgosinu í fyrra, á sömu slóðum, og þriðjungur af því hraunflæði sem var fyrstu daga eldgossins. Svæðið sem hraunið þekur núna, er mjög svipað að stærð og Hyde Park í London, og tæplega þriðjungur af stærð Central Park í New York. Þegar hraunið er búið að fylla upp í dalverpið þar sem gosið er núna, verður spennandi að fá að sjá hvort hraunið renni til norðurs í átt að Keflavíkurvegi og þorpinu Vogum á Vatnsleysuströnd, eða í suðurátt að Suðurstrandarvegi og í sjó fram.

 

 

Það er mikill kraftur í eldgosinu í Meradölum

Fagradalsfjall 15/08/2022 : RX1R II, A7R IV: 2.0/35 Z, FE 200-600 G
Ljósmyndir og texti: Páll Stefánsson