Þjóðhátíðargleði á Árbæjarsafni

Árbæjarsafn  Laugardagur 17. júní 13:00 – 16:00

Þjóðhátíðargleði á Árbæjarsafni

Fallegir þjóðbúningar verða í aðalhlutverki á Árbæjarsafni þann17. júní venju samkvæmt og eru gestir hvattir til að mæta í eigin búningum. Fjallkonu safnsins verður skautað kl. 14 og geta gestir fylgst með því hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning.

Meðlimir Fornbílaklúbbsins munu safnast saman á safninu og verða með bíla til sýnis á safninu frá kl. 13-16.

Ýmislegt verður um að vera á safninu þennan dag. Á baðstofuloftinu verður spunnið á rokk og bakaðar lummur í eldhúsinu. Í safnhúsunum má sjá fjölmargar sýningar eins og Neyzlan – Reykjavík á 20. öld (Lækjargata 4), Hnappheldan – brúðkaup á Árbæjarsafni (skrúðhúsið) og Hjáverkin (Kornhúsið). Fyrir yngstu kynslóðina er tilvalið að heimsækja sýninguna Komdu að leika! en þar er mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með. Auk þess er fjölbreytt úrval af útileikföngum til staðar sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja, menningarkortshafa og þá sem mæta í eigin þjóðbúningi (líka annarra þjóða).

Árbær Open Air Museum
Saturday June 17, 13:00 – 16:00

National Day Celebrations at the Árbær Open Air Museum!

Iceland’s beautiful national costume will be in the spotlight during the National Day celebrations coming up soon at the Árbær Open Air Museum on 17th June. Guests are more than welcome to come dressed in their own national costumes for the occasion. Fjallkona – the Lady of the Mountain, will be formally decorated with traditional ‘Skautbúning’ regalia at 14:00.

At 13:00 members of the Classic Car Club of Iceland arrive for a special exhibition of vintage cars.

Up in the loft at the original Árbær farmhouse building tasty Icelandic ‘lummur’ pancakes will be cooked as yarn is spun in the traditional way. At number 4 Lækjagata you can find out all about consumption patterns in the twentieth century at the Neyzlan exhibition, and at the Come and Play display in Landakot, especially for the kids, there will be a variety of vintage toys from different times to play with; that’s all in addition to the selection of outdoor games on offer such as skipping, stilt walking, hula-hooping and the old Viking game of ‘kubb’. Kids can also visit the old playground and play on the swings and see-saw or in the sandpit.

Light refreshments will be available as usual at Dillon’s Café!

Árbæjarsafn
Sunnudag 18. júní 2017
13:00 – 16:00

Frá býli til borgar
Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík í gegnum tíðina.  Fjöldi sýninga eru á safninu þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil en meðal þeirra eru Neyzlan – Reykjavík á 20. öld (Lækjargata 4), Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970 (Kornhúsið) og Hnappheldan – brúðkaup á Árbæjarsafni (skrúðhúsið).

Að venju verður ýmislegt um að vera í safnhúsunum. Prentarinn í Miðhúsi verður að störfum og leyfir gestum að spreyta sig. Húsfreyjan í Hábæ þvær og hengir upp þvott, sópar og dyttir að heimilinu og býður upp á nýbakaðar og ilmandi lummur. Í Árbæ situr húsfreyjan og þeytir rokkinn og spinnir ull, og í haga má sjá búsmalann á beit.
Þá verður hægt að panta sér kaffi og nýbakaðar vöfflur í Dillonshúsi.
Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menningarkortshafa.

From a farm to a City
Árbær Open Air Museum comprises a village-like collection of over twenty “homes,” each of which is a separate exhibition. Visitors learn how Reykjavík developed from a few scattered farms into the capital of Iceland. On Sunday June 18th guests are invited to experience a journey back in time as they watch the people in the village in their period costumes doing traditional chores in and outside of the houses. The printer will be at work to allow guests to try the old printing machine. In one of the little “village” houses one can taste the traditional “lummur”.
Light refreshments will be available at Dillon’s Museum Café.
Admission is free for children, elderly, disabled people and Reykjavík city card holders.

Árbær Open Air Museum
Sunday June 18th
13:00 – 16:00