Verið velkomin á
Þjóðhátíðargleði Árbæjarsafns 17. júní kl. 13 – 17.

11:30    Fornbílaklúbburinn kíkir í heimsókn
12.00    Sálmatónleikar í kirkjunni
13.00    Sálmatónleikar í kirkjunni
13.00—15.00     Harmónikkuleikur
14.00    Fjallkonu verður skautað
 
arbaejarsafnid myndir  345Handverk í húsunum, lummubakstur, mjaltir og ýmis störf verða til sýnis á safninu.

KVÖLDVAKA
Sálmatónleikar í Árbæjarsafnskirkju
17. júní kl. 12:00 og 13:00

arbaejarsafnid myndir video 020Tvennir sálmatónleikar verða haldnir í kirkjunni á Árbæjarsafni á 17. júní kl. 12.00 og aftur kl. 13.00. Hugi Jónsson baritón og Kári Allansson harmóníum munu flytja efni af geislaplötunni Kvöldbæn. Á henni mætast tvær þjóðlegar hefðir í sálmasöng: forsöngvari og harmóníum. Útkoman er safn dýrmætra andlegra ljóða við einhverjar fegurstu laglínur íslenskra tónbókmennta. Fjölbreyttar útsetningar, spuni og íhugult andrúmsloft einkenna plötuna. Árbæjarsafnskirkja myndar einstaka umgjörð utan um þessa fallegu tónlist. Plötuna verður  hægt að kaupa í miðasölu Árbæjarsafns. Aðgangur að tónleikum er frír en greiða þarf inn á safnið.

arbaejarsafnid myndir 133Opið verður í Dillonshúsi þar sem hægt er að kaupa gómsætar veitingar.

Frír aðgangur fyrir alla sem mæta í þjóðbúningi!

Árbæjarsafn opið í allt sumar frá 10-17.
Kistuhyl
110 Reykjavík
Sími: (+354) 411 6300
[email protected]