Fyrstu 150 ár höfuðborgarinnar, voru götunöfnin dregin af staðháttum, samanber Hafnarstræti og Lækjargata, eða af nöfnum býla eins og Laufásvegur og Grundarstígur. Fyrir um hundrað árum, þegar Reykjavíkurborg fór að þenjast út dugði þessi aðferðafræði ekki lengur. Þá varð til sú hugmynd að heilu hverfin skyldu bera götunöfn sem tengdust, minntu hvert á annað. Þannig varð til á sunnanverðu Skólavörðuholtinu. Nöfn eins og Njarðargata, Urðarstígur, Baldursgata, nöfn eftir guðum norrænnar trúar sem sagt er frá í Snorra-Eddu. Hugmyndir voru, eins og sést á Njarðargötunni var að byggja samfellda röð tveggja, þriggja eða fjögurra hæða steinhúsa eða randbyggð eins og þekktist í Köben og Berlín í Goðahverfinu. En það gekk ekki eftir, því borgarstjórn Reykjavíkur náði ekki að fá það fram að rífa öll smáhýsin á svæðinu, flest byggð af vanefnum, úr orgelkössum og tilfallandi bárujárni. Icelandic Times / Land & Saga heimsótti Goðahverfið, nafn sem aldrei hefur fest við hverfið, en húsin standa þarna enn hundrað árum síðar í miðbæ höfuðborgarinnar. Eins og lítið þorp í miðjum miðbænum.

Allar myndirnirnar eru teknar í þessu litla hverfi milli Baldursgötu og Njarðargötu í dag. 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 11/06/2023 : A7C : 2.8/21mm Z