Þrjú dómstig

Á Íslandi eru þrjú dómstig, átta Héraðsdómar, Landsdómur og að lokum Hæstiréttur. Héraðsdómarnir eru í Reykjavík fyrir höfuðborgina, fyrir Vesturland í Borgarfirði, á Ísafirði fyrir alla Vestfirði. Á norðurlandi vestra er hann staðsettur á Sauðárkróki, á norðurlandi eystra á Akureyri. Á Egilsstöðum er hann staðsettur fyrir austurland, og á Selfossi fyrir allt suðuðurland, með Surtsey og Heimaey. Í Hafnarfirði er síðan héraðsdómur fyrir suðvesturhornið, allt upp í botn Hvalfjarðar vestur að Rosmhvalanesi norðan við Garð. Landsréttur er áfrýjunardómstóll með fimmtán dómurum, með aðsetur í Kópavogi, þrátt fyrir að lög kveða á um að hann eigi að hafa aðsetur í höfuðborginni. Húsnæðið er á undanþágu frá Alþingi. Í Hæstarétti eru átta dómarar skipaðir af Forseta Íslands. Í hinum réttunum eru dómarar skipaðir af Dómsmálaráðherra. Stofnun Hæstaréttar er samofin sjálfstæðisbaráttu íslendinga, að dómsmál í íslenskum málum yrði flutt og dæmd hér, en ekki í Danmörku, á annarlegri tungu. Fyrsta tillagan um innlent æðsta dómsvald kom fyrst fram á þjóðfundinum 1851, en náði ekki fram að ganga fyrr en 1920, tveimur árum eftir að við fengum fullveldi frá Konungsríkinu Danmörku. Síðan við fengum fullt sjálfstæði fyrir 79 árum, hefur dómstigunum semsagt fjölgað úr einu í þrjú.

Hús Hæstaréttar við Arnarhól & Lindargötu

Landsréttur á Kársnesi í Kópavogi

Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg, gegn Stjórnarráðinu, skrifstofu Forsætisráðherra

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Ísland 25/09/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z