Þrjú vötn, fjórar myndir

Þrjú vötn, fjórar myndir

Það eru örfá vötn innan höfuðborgarinnar, auðvitað er , það vatn sem kemur fyrst upp i hugan. Staðsett í hjarta miðbæjarins. Síðan er það auðvitað Rauðavatn, látlaust vatn við Hringveg 1 út úr höfuðborginni til suðurs og austurs. Umlukt frábæru útivistarsvæði, sérstaklega á veturnarnar, þá bæði til skauta og gönguskíða iðkuna. Síðan er það Elliðavatn, uppspretta Elliðaár, laxveiði á sem rennur í gegnum miðja höfuðborgina, úr Heiðmörk, útivistarsvæði í túnfæti Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Icelandic Times / Land & Saga skrapp á þessum fallega en stutta degi til að upplifa mannlíf og náttúru eins og hún gerist best í höfuðborginni, nú  í miðjum desember, við þessi þrjú stöðuvötn.

 

Ráðhús Reykjavíkur, við og í Reykjavíkurtjörn
Fríkirkjan til vinstri, Hallgrímskirkja efst fyrir miðju, starfsmenn RÚV á miðri Reykjavíkurtjörn að taka viðtöl… fyrir Áramótaskaupið?
Elliðavatn í sólsetri klukkan hálf þrjú
Skautað á rauðu Rauðavatni

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 13/12/2022 : A7R III, A7C : FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM

Myndatextar :