Þvottalaugarnar í Laugardal

Þvottalaugarnar í Laugardal

Það eru rúmir 3 km / 2 mi er miðbæ Reykjavíkur í Þvottalaugarnar í Laugardal. Í lok 18. aldar er farið að nota heita vatnið í Laugardal til þvotta. Vatn úr sjóðandi uppsprettum rann í dálitla tjörn sem bæjarbúar notuðu sem þvottapott. Þegar bæjarbúum fór að fjölga á fyrstu áratugum 19. aldar fjölgaði þeim mikið sem nýttu sér heita vatnið til þvotta, og um 1830 eru nær öll heimili Reykjavíkur sem þvo sinn þvott í Þvottalaugum. Bæjarfógeti Ulstup beitir sér fyrir almennum samskotum til að smíða hús fyrir laugargesti 1833. Húsið sem veitti þvottakonunum gott skjól og aðstöðu, þangað til það fauk í ofsaveðri árið 1857. Engin aðstaða er þarna næstu þrjá áratugina, en 1888 byggir Thorvaldsensfélagið, fyrsta kvenfélagið í Reykjavík ágætis hús sem það gefur Reykjavíkurbæ ári seinna. Var húsið notað sem aðstaða fyrir þvottakonur, ásamt öðru húsi sem Reykjavíkurborg reisir árið 1901. Næstu 25 árin, eða þangað til nútíminn kemur til Reykjavíkur, með rafmagni, þvottavélum og heitu og köldu vatni, þvo höfuðborgarbúar sinn þvott niður í Laugardal, sem var langt frá miðbænum, eiginlega upp í sveit, en er nú í miðri höfuðborginni.

Það var oft fjör í Þvottalaugum, það sýnir þessi samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur frá árinu 1917, og undirrituð af borgarstjóra.

3.gr Í Þvottalaugunum má ekki fljúgast á, æpa og kalla, syngja hátt, eða hafa annan hávaða eða ofsalegt og móðgandi háttalag og ekki má vera þar að neinum leik. Bannað er skjóta með byssum, örvarbogum eða öðrum skotvopnum…

4.gr Það er bannað að sýna af sér hneykslanlega hegðun, t.d. með ósæmilegum orðum, eða látbragði, með því að fletta sig klæðum eða gjöra þarfir sínar á hneykslanlegan hátt…

 

Þvottalaugarnar í Laugardal um 1900, ljósmyndari ókunnur
Þvottakonan frá árinu 1936, eftir Ásmund Sveinsson (1893-1982)
Ferðamenn að skoða Þvottalaugarnar, Laugardalsvöllur í bakgrunni
Þvottalaugarnar, Áskirkja á vesturbrún í bakgrunni
Þvottalaugarnar í dag, hvíta húsið í bakgrunni er fyrsta dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur, byggt 1930, notkun þess er hætt 1964

Reykjavík 10/10/2022 : A7R IV, A7C – FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson