Tökustaðir þáttaraða The Game of Thorones. 

Tökustaðir þáttaraða The Game of Thorones.

Einn tökustaðurinn var ofarlega í Þjórsárdal, nánar til tekið við Gjána. Ótrúlega fallegur staður og ein af stórkostlegustu náttúruperlum Íslands. Gjána verður umgangast af stakri virðingu og varúð. Rauðá er bergá sem veitir ánni og fossunum rennsli sitt. Hún skapar marga fossa og undan hrauninu sprettur vatn sem myndar lindir.

Náttúruperlur á Íslandi eru svo margar að drjúgt ævistarf væri að kanna þær allar. Ef vel á að vera þarf að koma á sama vettvang á mismunandi árstímum til að njóta þess til fulls sem fyrir augu ber. Hver staður hefur sín einkenni og sjarma vetur, sumar, vor og haust og alltaf birtist eitthvað nýtt í samspili ljóss, litbrigða, skugga og veðurfars.

Svo margir tökustaðir á Íslandi komu til greina að víst má telja að framleiðendur The Game of Thrones hafi átt í vandræðum með að velja og hafna!

Einn tökustaðurinn var ofarlega í Þjórsárdal, nánar til tekið við Gjána. Ótrúlega fallegur staður og ein af stórkostlegustu náttúruperlum Íslands. Gjána verður umgangast af stakri virðingu og varúð.

Rauðá er bergá sem veitir ánni og fossunum rennsli sitt. Hún skapar marga fossa og undan hrauninu sprettur vatn sem myndar lindir.

Umhverfið einkennist af súlulaga basalti, gróskumiklum gróðri og hraunmyndunum sem helst minna á álfa og tröll. Þarna er líka hvönn í ríkum mæli.

Neðan til í Þjórsárdal er bærinn Stöng. Þaðan er tiltölulega stutt og auðveld gönguleið frá víkingabyggðinni á Stöng í Gjána.

Aðkoma í Gjána er úr tveimur áttum. Önnur er frá landnámssetrinu Stöng að norðanverðri Gjánni og Gjárfossinum fagra. Sú leið er 2,1 km fram og til baka, auðveld ganga. Hin leiðin er frá bílastæði sunnan við Gjána þar sem hægt er að ganga niður tröppur inn í þessa ævintýralegu undraveröld.

Margir Íslendingar trúa á álfa og náttúruanda, þar á meðal ég sjálfur. Víða á ferðum mínum um ævintýralandið skynja ég nærveru hulduveranna, til dæmis afar sterklega í Gjánni.

Ljósmynd og texti: steinipip