• Íslenska

Framkvæmdir við byggingu 38 íbúða við Tryggvagötu 13 í miðborginni eru á lokasprettinum. Íbúðirnar eru frá 55 til 165 m2 að stærð en byggingin er sex hæðir með verslun og þjónustu á jarðhæð og bílastæði og geymslu í kjallara.

 

„Íbúðirnar eru seldar á almennum markaði og markhópurinn er fólk sem er að minnka við sig“ segir Hildigunnur Haraldsdóttir, sem er í forsvari fyrir félagið T-13 ehf. sem stendur að verkefninu. 

„Framkvæmdir hafa gengið mjög vel en hægar en efni stóðu til, einis og hjá flestum í dag vegna manneklu og þenslu í þjóðfélaginu.“ Húsið er nánast tilbúið að utan og vinna við málum, flísalagnir og innréttingar er langt komin eða búin. 

Mjög er hugað að umhverfisvænum lausnum í íbúðunum við Tryggvagötu 13 og m.a. stefnt að því að vera með deilibíla fyrir íbúa.