Samkvæmt endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Úlfársárdal verður íbúðum innan núverandi deiliskipulags fjölgað um allt að 290 íbúðir með því að endurskipuleggja og minnka bæði íbúðir og lóðir í hverfinu sem ekki hafa selst.

Jafnframt liggur fyrir samþykkt deiliskipulag vegna byggingar 360 íbúða við Leirtjörn í Úlfarsárdal, ofan Skyggnisbrautar, þannig að alls verður heimilt að byggja 1.400 íbúðir í Úlfarsárdal, í stað þeirra 750 íbúða sem fyrra deiliskipulag dalsins heimilaði. Hluti lóðanna er væntanlegur í sölu fyrir áramót og afgangurinn væntanlega fljótlega á næsta ári.