Listamannaspjall í D-sal: Úlfur Karlsson

Hafnarhús – fimmtudag 19. nóvember kl. 18

Úlfur Karlsson ræðir við gesti um sýningu sína Við erum ekki hrædd, sem er hluti af sýningaröð í D-sal Hafnarhússins sem hófst aftur í vetur eftir nokkurt hlé. Markmið hennar er að vekja athygli á listamönnum sem hafa ekki haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins og gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna út frá eigin forsendum inn í opinbert safn. Sýningaröðin er framtíðarverkefni safnsins og sýningar eru skipulagðar af sýningarstjórum Listasafns Reykjavíkur.

ulfurFyrsta sýningin í D- salnum er á verkum Úlfs Karlssonar (f. 1988). Úlfur hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður en sneri sér að listmálun meðan hann var í námi í Valand listaháskólanum í Gautaborg þaðan sem hann útskrifaðist árið 2012. Verk hans eru marglaga sögur sem hafa vísun í bæði raunverulegan og ævintýralegan heim. Úlfur býr og starfar hér á landi og verk hans hafa verið sýnd í Svíþjóð, Grikklandi og Íslandi.  

Listamannaspjallið hefst kl. 18. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1400, ókeypis fyrir gesti 18 ára og yngri og Menningarkortshafa.

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
[email protected]

Hafnarhús
Opið daglega 10–17, fimmtudaga 10–20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10–17

Ásmundarsafn
Opið maí–sept 10–17 / okt.–apríl 13–17

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir