Ull & Álafoss

Það er merkileg saga Álafoss í Varmá og ullarverksmiðjunnar sem er kennd við hann í Álafoss kvosinni í Mosfellsbæ. Það var Björn Þorláksson (1854-1904) bóndi á Varmá sem stofna ullarverksmiðju að Álafossi árið 1896. Fossinn réð staðsetningu verksmiðjunnar, en Varmá er volg, frýs aldrei. Að Álafossi var síðan fyrstu vélknúnu klæðaverksmiðju á Íslandi komið á fót undir stjórn Halldórs Jónssonar (1871-1941) árið 1901, á fjórða áratug 20. aldar er komið upp vefnaði fyrir klæðagerð, og saumastofa sem framleiddi fatnað undir kjörorðinu Álafossföt-bezt. Á Álafossi var komið upp fullkominni ullarþvottastöð, teppagerð, og auðvitað framleiðsla á ullarteppum, en öll íslensk heimili áttu að minnsta kosti eitt Álafoss-ullarteppi. Um tíma, upp úr miðri síðustu öld var Álafoss næst stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi, með hundruð starfsmanna. Álafoss varð gjaldþrota 1991, enda í ullin, sem hefur haldið hita á íslendingum í yfir þúsund ár, komin í bullandi  harðri samkeppni við ný efni eins og flís og Gore-Tex. 

Álafoss, var friðaður árið 2013

Álfosskvosin þar sem hundruðir manna unnu í áratugi ullariðnaði. Mörg mannvirkin standa enn, sem minnisvarði um horfna tíma.

Mosfellsbær 20/01/2022  10:44 / 10:45 : A7C – A7R III : FE 1.8/14mm GM / FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson