Um umferð

Umferðin hefur aldrei mælst meiri frá upphafi en í síðastliðnum júlímánuði, en aukningin frá metárinu í fyrra var sjö prósent. Vegagerðin er með hundruði teljara, síðan sextán lykilteljara hringin í kringum Ísland, til að fylgjast með umferðinni. Mest er aukningin á Suðurlandi, 16% á árinu öllu, minnst á Austurlandi, en þar er aukningin 4%. Föstudagur er sá dagur sem flestir eru í umferðinni, laugardagurinn er rólegastur. Þrjátíu þúsund bílaleigubílar eru nú í umferð, það þýðir að á hverjum tíma, um háannatímann eru 90 þúsund ferðamenn á landinu í viku hverri, sem þýðir að það er bílaleigubíll til taks fyrir þriðja hvern ferðamann.
Vegagerðin fylgist vel með allri umferð, eins og að um liðna helgi, áttu 31 þúsund farartæki leið um Dalvík, á Fiskidaginn. Tífaldur íbúafjöldi bæjarins. Ef skoðaðir eru teljarar Vegagerðarinnar fyrir 15. ágúst, fóru 18 bifreiðar um Melrakkasléttu, 21 um Kaldadal, 59 áttu leið norður í Trékyllisvík á Ströndum eða til baka, 250 áttu leið um Ísafjarðardjúp til og frá Ísafirði eða Bolungarvík, 1700 komu að Jökulsarlóni, 2200 bifreiðar áttu leið um Gullfoss, 3400 um Vík í Mýrdal. Þennan dag komu eða fóru 15 þúsund ökutæki til og frá flugstöðinni í Keflavík.

Vegurinn um Kaldadal

Í Skíðadal rétt sunnan við Dalvík

Sumarnótt á vegi 85, norður á Melrakkasléttu

Í Ísafjarðardjúpi

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 16/08/2023 : A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM