Unaðslegt hús Unu

Unaðslegt hús Unu

Í upphafi síðustu aldar var Unuhús í Garðastræti, miðstöð og miðpunktur menningar í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1896 af Guðmundi Jónssyni apótekara úr Svartárdal í Húnavatnssýslu en hann dó ungur. Húsið er nefnt eftir eiginkonu hans, Unu Gísladóttur (1855-1924) sem einnig var Húnvetningur.  Una leigði út herbergi og veitingar í húsinu á betra verði en fannst í höfuðborginni. Húsið varð þekkt sem menningarsetur, enda réð þar ríkum eina barn þeirra hjóna sem komst til fullsorðisára, einn mesti spekingur þess tíma Erlendur í Unuhúsi. Heimagangar í Unuhúsi voru í byrjun síðustu aldar helstu listamenn þjóðarinnar eins og Nóbelsskáldið Halldór Laxness, skáldin Stefán frá Hvítadal, Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson, og myndlistarmennirnir, Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir. Allt listamenn sem urðu svo stórir að þeir eru enn á lífi, í verkum sínum, nærri heilli öld síðar. 

Unuhús þurfti miklar lagfæringar eftir að Erlendur í Unuhúsi deyr árið 1947. Hann selur húsið, eins og sagan segir til að bjarga Halldóri Laxness frá gjaldþroti árið 1941. Hann býr í Unuhúsi til dauðadags árið 1947. 
Unuhús Garðastræti í dag.
Unuhús
Við innganginn er þetta skemmtilega skylti

Reykjavík 20/10/2022 : RX1R II – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson