Upp & niður Bankastræti
Næstkomandi sunnudag, verður fornbílasýning á Árbæjarsafni. En þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið, gangandi upp Bankastrætið, átti Fornbílaklúbbur Íslands leið niður. Til að sjá og sýnast. Hér koma svipmyndir sem teknar voru af viðburði klúbbsins til að gleðja gesti og gangandi í miðborg Reykjavíkur. Falleg farartæki, í kvöldsólinni. Fyrir bílaáhugamenn er skemmtilegt að finna út tegund og auðvitað árgerð. Fyrir okkur hin… er þetta bara skemmtilegt að sjá fortíðina fegraða. Sjá farartæki sem eru eins og ný… miklu meira en hálfrar aldar gömul.


Fornbílakúbburinn ekur niður Bankastræti, í miðborg Reykjavíkur






Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 07.07/2023 : RX1R II – 2.0/35mm Z