Upp úr jörðinni

Upp úr jörðinni

Nú er aðeins tvö og hálft á þangað til fyrsti hluti nýs Landspítala Háskólasjúkrahús verður tekin í notkun við Hringbraut. Verkefnið sem er stærsta byggingarverkefni íslandssögunnar hófst í mars 2013, þegar Alþingi samþykkti lög um byggingu nýs Landspítala. Mánuði síðar staðfesti Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag, og hægt var að byrja undirbúning af þessari miklu framkvæmd, sem mun kosta yfir 100 milljarða. Þjóðarsjúkrahús eins og Landspítalinn Háskólasjúkrahús, er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins og í forystu heilbrigðisþjónustu allra íslendinga. Á síðasta ári voru 6.096 starfsmenn á spítalanum, og hafði fjölgað um 500 á síðustu fimm árum. Tekjur spítals á síðasta ári voru 96,5 milljarðar, þar af þar af fjárveitingar ríkisins 84.3 milljarðar. Lang stærsti útgjaldaliðurinn eru laun og launatengd gjöld, en á síðasta ári voru þau 65,5 milljarðar, nærri 70% af rekstrarkostnaði spítalans.

Mikið eftir, mikið búið. Efst til hægri er aðalbygging Landspítalans, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og tekin í notkun 1930, til vinstri við aðalbygginguna er núverandi Fæðingardeild spítals, og vinstra megin við hana er Barnaspítali Hringsins.
Verið að slá upp útveggjum nýja spítalans.
Verkamenn að vinna á járnabindinga svæðinu, í bakgrunni, Barnaspítali hringsins til hægri, og gamli kennaraskólinn til vinstri.
Járnabindingamaður í grunninum, en mest af járninu í spítalann kom frá Úkraínu, var mér sagt. 

Reykjavík 30/05/2022  11:22 – 12:26 : A7R III, RX1R II : FE 200-600mm G, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson