Úr álögum

Einar Jónsson (1874-1954) er einn þeirra listamanna sem í byrjun 20 aldar sem lögðu grunn að nútímamyndlist hér á landi. Jafnframt er hann sá fyrsti sem gerir höggmyndalist að aðal- og ævistarfi. Einar hélt til Kaupmannahafnar árið 1893, og var í námi hjá norska myndhöggvaranum Stephan Sinding. Árið 1896 kemst hann inn í Konunglega listaháskólann og nýtur styrks frá Alþingi til að klára námið sem hann gerir árið 1899. Verk og ævistarf Einars er hægt að skoða á Listasafni sem ber hans nafn efst á Skólavörðuholtinu.  

Einar byrjaði á verkinu Úr Álögum, sem stendur í Hljómskálagarðinum árið 1916, og fullvann það árið 1927. Myndefnið sem Einar hefur unnið verkið út frá er velþekkt í list miðalda. En hann fer eigin leiðir í listsköpun sinni, þrátt fyrir augljós tengsl við sagnir og myndverk af viðureign heilags Georgs við drekann, og björgun stúlkunnar.

Reykjavík 15/11/2021 10:20 – A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson