Veðurfréttir

Það byrjaði að snjóa í Reykjavík seinnipartinn í gær, fyrsti alvöru snjórinn í vetur. Það var ekkert smá fallegt að rölta um miðbæinn í morgun og njóta veðursins eftir snjókomuna í gær og í nótt. Að meðaltali er úrkoma í Reykjavík 213 daga á ári. Á tímabilinu 21 desember til 8 mars er líklegra að dagur sé alhvítur en alauður í Reykjavík. Veturinn 1983 til 1984 er sá vetur á síðustu 100 árum sem hefur verið með flesta alhvíta daga í Reykjavík eða 105. Fæstir voru alhvítir dagarnir í höfuðborginni veturinn 2009 til 2010, einungis 16. Hvít jörð hefur verið 45 sinnum á jóladag í höfuðborginni á síðustu eitt hundrað árum. Meðalhitinn í Reykjavík í desembermánuði er um 0°C.

Garður Listasafns Einars Jónssonar fær nýja ásýnd eftir snjókomu næturinnar

Í garði Listasafns Einars Jónssonar við Freyjugötu

Kíkt inn í garð á Bjargarstíg

 

Jólaskraut komið í garð á Laufásvegi.

Stórt tré á Laufásvegi ljósum prýtt.

Reykjavík  30/11/2021 09:33 til 10:54 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson