Velkominn í Breiðholt 

Breiðholt, er 22.000 manna hverfi í austurborg Reykjavíkur. Hverfið á rætur sínar til samkomulags verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í júní 1964, að í stað launahækkanna, yrði byggt hverfi til að tryggja tekjulágu fólki gott, öruggt og ódýrt húsnæði. Í Breiðholti hefur þróast blönduð byggð og þar má finna einbýlishús, raðhús og blokkir, mest í Efra Breiðholti. Það hverfi hefur breyst mikið á síðustu 40 árum, þangað flytur fólk sem er að flytja til Íslands. Til dæmis er milli 80 og 85% nemenda Fellaskóla, nemendur sem hafa ekki íslensku að móðurmáli heima. Í Breiðholtshverfi er ein sundlaug, tvö menningarhús, þrjú íþróttafélög, fjórar kirkjur, fimm skólar og 11 leikskólar, auk þess að í Mjódd, verslunarkjarna hverfisins eru stærsta kvikmyndahús landsins, Sambíó í Álfabakka.

 

Fjöðrin eftir listakonuna Söru Ried við Asparfell

Falleg veggmynd við Suðurfell

Verk eftir Erró á íþróttamiðstöðinni við Austurberg

Við Álftahóla er annað verk eftir Erró

Skemmtilegur inngangurinn á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu Gerðubergi, við Breiðholt 

 

18/02/2022 – 09:56 -11:12 :  A7C – RX1R II – A7R III :  2.8/21 mm Z – 2.0/35mm Z – FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson