Verksummerki Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun

Verksummerki
Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun
16. maí – 13. september 2015

agnieszka-sosnowska-sweden-1991hallgerdurVerksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu.kristina

Á sýningunni er dregin upp mynd af ljósmyndaranum sjálfum með tilvísunum í reynsluheim og tilfinningalíf hans. Agnieszka Sosnowska sýnir úrval ljóðrænna sjálfsmynda sinna frá síðastliðnum 25 árum. Myndir hennar eru leikrænar og tjáningarfullar frásagnir og skrásetning á nærumhverfi hennar í Bandaríkjunum, Póllandi og á Íslandi. Í myndaröðinni Patrimony (2014-) veitir Kristina Petrošiutė innsýn í sögu fjölskyldu sinnar. Myndaröðin samanstendur af fundnum myndum eftir föður Kristinu, sem sýna lögreglustörf hans í fyrrum Sovétríkjunum, fjölskyldulíf og persónuleg sambönd. Myndaröðin Biography (2012-) er ljósmyndadagbók sem kallast á við myndir föður hennar. Myndaröðin fangar daglegt líf Kristinu og persónulegt myndmál tjáir tilfinningar og upplifanir hennar. Bára Kristindóttir vísar í sambönd, minningar og söknuð í myndaröðinni Ummerki (2010). Ljósmyndirnar sýna heimili tengdaforeldra Báru með tíu ára millibili og birta þau verksummerki sem líf þeirra og fjarvera skilur eftir sig.

baraÍDReuter_Imacon 036 verkum sýningarinnar má finna tilvísanir í hversdaginn og sýn ljósmyndarans á nærumhverfi sitt. Bókverk Skútu Out & About (sumarútgáfa 2015) er umfangsmikil skrásetning á hversdagslífi hans í New York. Skúta myndar stöðugt það sem hann sér á ferðum sínum um borgina og byggir upp safn hversdagslegra augnablika. Myndaröð Hallgerðar Hallgrímsdóttur Untitled (2012) fangar umhverfi og mannlíf á Íslandi og Tyrklandi. Myndaröðin er dagbók um ferðalag ljósmyndarans og skapar brotakennda frásögn af hversdeginum. Í myndaröðinni History of the Visit (2013) myndar Daniel Reuter það nálæga og fíngerða í náttúru Íslands sem endurspeglar hans innra landslag.

skutaKjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem myndasmiður og sjálft viðfangsefni myndanna. Ljósmyndararnir eiga það sammerkt að fjalla um eigið líf með tilvísunum í reynslu, minningar og tilfinningar eða sem skrásetjarar síns nánasta umhverfis og daglegs lífs. Verkin á sýningunni eru vitnisburður um hversdaginn og verksummerki um líf ljósmyndaranna.

Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir.

Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015 www.listahatid.is

Sýningin er styrkt af Menningar- og ferðamálaráði.