Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi, samtals 15 eyjar og um 30 sker og drangar. Syðsta eyjan er Surtsey og sú nyrsta er Elliðaey. Heimaey er stærst eyjanna og sú eina sem er byggð, en þar er Vestmannaeyjabær með um 4.200 íbúa. Vestmannaeyjar eru oft notuð sem samheiti yfir Vestmannaeyjabæ.

Eyjan graena 2

Dasamlegt ad koma tharnaÁ Vestmannaeyjum búa rúmlega fjögur þúsund manns, sem þýðir er Vestmannaeyjar er 12. fjölmennasta byggðin á Íslandi. Sjávarútvegur er helsta atvinnugrein Vestmanneyinga. Hin árlega Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgi er ein vinsælasta útihátíðin á Íslandi, hana sækja þúsundir manna á hverju ári.Eyjan graena

Heimaklettur

Eyjarnar eru þessar:

    Heimaey (13,4 km²)
    Surtsey (1,9 km²)
    Elliðaey (0,45 km²)
    Bjarnarey (0,32 km²)
    Álsey (0,25 km²)
    Suðurey (0,20 km²)
    Brandur (0,1 km²)
    Hellisey (0,1 km²)
    Súlnasker (0,03 km²)
    Geldungur (0,02 km²)
    Geirfuglasker (0,02 km²)
    Hani, Hæna og Hrauney, ásamt skerinu Grasleysu, heita sameiginlega Smáeyjar.

Enn fremur eru nokkur sker, sem þykja öðrum fremri:

    Faxasker
    Stóri- og Litli Stakkur
    Latur

Fra Storhofda
Sagnir um nafngift og landnám
Séð yfir höfnina í Vestmannaeyjum, Heimaklettur til vinstri. Bjarnarey sést bak við Eldfellshraun til hægri.

Hani, haena og skjaldbaka

Fyrstu heimildir um Vestmannaeyjar eru í Landnámu (Sturlubók), þar sem segir frá Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum. Þegar hann kom til landsins dvaldist hann einn vetur á Ingólfshöfða, og hélt svo vestur með landinu í leit að öndvegissúlunum sínum. Þá fann hann bæ Hjörleifs, fóstbróður síns, og var hann þar látinn; hafði hann þá verið myrtur af þrælum sínum. Úti af Hjörleifshöfða sá hann eyjaklasa suður af Landeyjum og datt honum til hugar að þrælarnir hafi farið þangað. Eyjarnar voru þá nefndar eftir þrælunum, en þeir voru af írsku bergi brotnir og Írar og Skotar voru gjarnan kallaðir Vestmenn á þessum tíma. Ingólfur elti þrælana uppi og drap þá, og eru mörg örnefni á eyjunum gefin eftir þrælunum. Meðal þeirra er Helgafell, nefnt eftir Helga sem var veginn þar, og Dufþekja í Heimakletti, en hún er nefnd eftir Dufþaki sem sagður er hafa hoppað þar niður til að komast hjá því að falla fyrir sverði Ingólfs. Eins og segir í Landnámu:Rett okominn til Eyja
    Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir, og hljóp sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.

Heimaklettur 2
Samkvæmt Hauksbók var fyrsti landnámsmaður eyjanna Herjólfur Bárðarson, sonur Bárðar Bárekssonar. Hann settist að í Herjólfsdal á 10. öld og hafa margar kenningar verið uppi um hvar í dalnum þessi fyrsta byggð var staðsett. Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur hóf uppgröft í Herjólfsdal sumarið 1971 og vann þar fimm sumur. Við uppgröftinn kom í ljós að byggð í Herjólfsdal var mun eldri en áður hefur verið talið eða frá því snemma á 9. öld.

Í Sturlubók, sem er eldri heimild en Hauksbók, segir hins vegar að Ormur auðgi Bárðarson, bróðir Herjólfs, hafi fyrstur byggt Eyjar. Hauksbók segir að Ormur auðgi hafi verið Herjólfsson.

Herjólfur er sagður hafa átt dótturina Vilborgu, sem eftir grjóthrun sem lagði bæ Herjólfs í eyði fluttist á Vilborgarstaði við vatnsbólið Vilpu. Samkvæmt sögunni varaði hrafn Vilborgu við grjóthruninu og bjargaði þannig lífi hennar.

Frá tíma Herjólfs Bárðarsonar hefur verið byggð samfellt á eyjunni, þó svo að íbúafjöldinn hafi tekið stórar dýfur þrisvar síðan þá – fyrst um helmingsfækkun íbúa þegar að um þrjú hundruð manns voru numin á brott í Tyrkjaráninu árið 1627, svo í ungbarnadauðanum á 18. öld, og loks í Heimaeyjargosinu 1973 þegar að yfir 6 mánaða skeið bjuggu eingöngu um 200 manns á Heimaey. Þegar gosið hófst var íbúafjöldi bæjarins hins vegar 5.273 (1. desember 1972).
Kirkjuvaldið

I Herjolfsdal

Í Kristnisögu segir frá því að Ólafur Tryggvason hafi sent Hjalta Skeggjason og Gissur Teitsson með viði til kirkjubyggingar til Íslands og sagt þeim að reisa kirkju þar sem þeir kæmu fyrst að landi. Samkvæmt því reistu þeir kirkju á Hörgaeyri í Vestmannaeyjum árið 1000 úr norskum viðum, en ekki er vitað hvar sú eyri hefur verið og ekki er vitað hversu lengi sú kirkja hefur staðið, en tvær kirkjur voru síðan reistar í Vestmannaeyjum, að Kirkjubæ og Ofanleiti.

Á árunum 1130-1148 komust allar jarðir í Vestmannaeyjum í eigu Skálholtsstóls að undirlagi Magnúsar Einarssonar biskups og urðu kirkjujarðir. Eftir það voru því landsetar í Eyjum leiguliðar næstu aldirnar. Í Vestmannaeyjum voru að jafnaði átján býli og mikið af hjáleigum (en fjöldi þeirra gat verið breytilegur eftir árferði), auk tómthúsa- og verbúðarbyggðar við höfnina, sem er líklega einn elsti vísir að eiginlegu þorpi á Íslandi.

Tot later

 

Ljósmyndir: Atli Egilsson