Vestmanneyjagosið 50 ára

Vestmanneyjagosið 50 ára

Það var fyrir 50 árum, 23 janúar 1973 þegar hófst gos í Heimaey, stærstu og einu byggðu eyjunnar í Vestmannaeyjaklasanum. Þetta er fyrsta og eina gosið sem verður í byggð á Íslandi, síðan land byggðist. Og mesta mildi að engin fórst, en fyrir 50 árum bjuggu 5.300 í Heimaey, og hafa Vestmannaeyjingar aldrei verið fleiri, hvorki fyrr eða síðar. Í dag búa um 4.400 manns í Heimaey. Gosið stóð í rúmt hálft ár, lauk 3.júlí. Gosið hófst á 1600 metra langri gossprungu rétt austan við bæinn. Fyrstu dagana var gosið dæmigert sprungugos. Sprungurnar voru 1600 metra langar og röðuðu sér þar 30-40 gígar. Hraunflygsur sáust þeytast upp í 600 metra hæð og hraunkúlur flugu að minnsta kosti 2500 metra upp í loftið. Strax fyrstu gosnóttina hófst mikil skipulagning á því hvernig fólksflutningunum skyldi háttað. Einhversstaðar þurfti að koma rúmlega 5.000 manns fyrir uppi á fastalandið. Veður var gott, og flestir bátar í þessu mesta sjávarplássi landsins við bryggju, svo vel gekk að koma öllum í skjól.

Í dag, 50 árum síðar eru Vestmannaeyjar lifandi sjávarútvegs og ferðamannabær, sem vert er að heimsækja. Til að sjá og fræðast um gosið er safn; Eldheimar, þar sem gosinu, gossögunni eru gerð góð skil.

Texti : Páll Stefánsson