• Íslenska

Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir vegna uppbyggingar í Vesturbugt við gömlu höfnina. Byggðar verða 176 íbúðir, ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði. Meðalstærð íbúða verður um 100 m². Reykjavíkurborg kaupir 74 af þessum íbúðum til að ná fram markmiðum um félagslega blöndun og framselur til félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða fyrir sína félagsmenn.