Vesturlandsins birta

Vesturlandsins birta

Þegar maður ferðast um Ísland, hvort sem maður fer vestur á Snæfellsnes, vestur á firði eða norður til Akureyrar eða alla leið á Melrakkasléttuna fer maður um Borgarfjörð. Fallegt hérað með ótal mörgum og merkum stöðum, eins og Reykholt, Borg á Mýrum, Kraumu eða Hraunfossa. Auðvitað líka Borgarnes, höfuðstað héraðsins. Á svæðinu eru líka margar af bestu laxveiðiám landsins. Á stór Borgarfjarðarsvæðinu búa rúmlega 5000 manns. Icelandic Times / Land & Sagas átti leið um Borgarfjörð á leið sinni vestur Snæfellsnes. Auðvitað lét Borgarfjörður ljós sitt skína, svo urðu úr myndir. 

Borgarnes, höfuðstaður vesturlands
Þjóðvegur 54 við Haffjarðará, Kolbeinsstaðarfjall í bakgrunni
Horft inn Hítardal
Veiðihúsið við Hítará
Eldborg á Mýrum

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Borgarfjörður 21/04/2023 :A7R IV, A7R III: FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM