Vetrarsumar

Vetrarsumar

Vetur konungur á það til að heimsækja Ísland, jafnvel þegar komið er sumar, eins og núna. Þegar ég leit út um stofugluggan í morgun, yfir laufgaðan grænan garðin, blasti við í suðri skjannahvítur Reykjanesskaginn. Í útvarpinu var Vegagerðin með viðvaranir, að þungfært væri á flestum heiðum fyrir norðan, austan og á Vestfjörðum. Hálka og hálkublettir á þjóðleiðinni suður og austur frá Reykjavík. Best er á svona degi þegar kalt heimskautaloft heimsækir Ísland úr norðri að gefa sér góðan tíma áður en lagt er á stað og fara inn á heimasíður Veðurstofu Íslands, og Vegagerðarinnar, til að athuga með færð og veður. Báðar þessar síður eru á íslensku og ensku. En þegar snjóar svona seint, eins og nú í miðjum maí er sólin komin hátt á loft, og maður upplifir Ísland öðruvísi, frábær tími til að sjá, mynda og upplifa Ísland svart hvítt með grænni slikju sem gægist upp úr snjónum. Síðan kemur sumarið aftur.

Vatnsskarð á vegi 42, frá Hafnarfirði að Kleifarvatni.
Undir Hellu við Kleifarvatn. Bergið slútir út, skýldi jörðinni sem er orðin græn næst klettunum.
Sól og él við Stapatinda við Kleifarvatn. Vegur 42 tengir saman Suðurstrandarveg og Keflavíkurveginn, fjölfarnasta þjóðveg landsins.
Veðrabrigði við Innstastapa við Kleifarvatn.

 

Reykjanes 12/05/2022 07:22 – 08:40 : A7C – A7R III : FE 2.5/40mm G – FE 1.8/135mm GM