Vetur konungur heilsar

Vetur konungur heilsar

Það var óvenju rólegt í miðborginni í morgun, eftir hvassviðrið í nótt. Götur voru ófærar, og almenningssamgöngur fóru ekki stað í Reykjavík fyrr en klukkan tíu. Skólar og leikskólar opna eftir hádegi. Flestir voru viðbúnir þessari kröppu vetrarlægð sem gekk yfir suðvestur hluta landsins í nótt, og síðar í dag fyrir norðan og austan. Veðurstofan og  Almannavarnir voru búin að búa fólk undir aftakaveðrið sem varð síðan ekki eins slæmt og gert var ráð fyrir. munar þar mestu um að hitastigið var örlítið hærra en gert var ráð fyrir. Útkoman sem féll í Reykjavík var meira slydda en snjókoma, sem munar öllu. Flestir þjóðvegir landsins eru lokaðir í dag, það er er og verður ekki ferðaveður fyrr en fyrsta lagi seinnipartinn á morgun, milli landshluta. 

Varla sála á ferðinni á Geirsgötu í morgun klukkan níu. Nýbygging Landsbankans til hægri á myndinni.
Mjög óvenjulegt að sjá engan á ferli á Lækjartorgi í morgunsárið. Stjórnarráðið, skrifstofa Forsætisráðherra lengst til vinstri.
Þessar vinkonur frá Arizona, voru að bíða eftir rútu við Hörpuna til að taka sig í skoðunarferð sem þær pöntuðu í gær. Áttuðu sig ekki á því að allar ferðir í morgun voru felldar niður.
Eina umferðin á Sæbrautinni í morgun voru hugrakkir gagnandi ferðamenn að hitta vetur konung. Óvenjulegt að sjá ekki bíl á ferð, á þessari miklu umferðaræð milli níu og tíu í morgun.

Reykjavík 07/02/2022  09:02-09:47 – A7R III : FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson