Við Hringbraut

Við Hringbraut

Hringbraut sést fyrst í heild sinni á uppdrætti frá 1927. Hugmyndin kemur reyndar fyrst fram skömmu eftir aldamótin 1900. Gatan átti að vera sú breiðasta, samgöngumannvirki sem væri hálfur hringvegur, bærinn fyrir innan. Hringbraut átti að greiða leið til og frá Reykjavíkurhöfn og út á land. Tuttugu og fimm metra breið gata, sem lá við járnbrautarstöð í Norðurmýrinni, sem tengdi síðan höfuðborgina við Suðurland og áfram. Hugmyndafræðingur Hringbrautar var Knud Zimsen (1875-1953) verkfræðingur og síðar Borgarstjóri Reykjavíkur. Hringbraut var byggð, en ekki járnbrautarstöðin. Nú tæpum hundrað árum síðar er Hringbraut enn ein helsta umferðaræð höfuðborgarinnar vestan úr bæ, af Seltjarnarnesi og úr miðbænum og áfram. Tveir af fjölmennustu vinnustöðum landsins, liggja við eða nálægt vestanverðri Hringbrautinni, Landspítalinn og Háskóli Íslands. Icelandic Times / Land & Saga fór ljósmyndaferð til að fanga stemninguna á og við Hringbraut í 101, eins og hún er núna.

 

Kranar við nýja Landspítalann
Nýja hverfið sem er að byggjast upp við Valsvöllinn, sunnan Hringbrautar
Landspítalinn, aðalbyggingin í hvarfi við byggingaframkvæmdir nýja Landspítalans
Langferðabílar bíða morgundagsins við BSÍ Umferðamiðstöð landsins við Hringbraut
Hér opnaði Hagkaup ein stærsta dagvöruverslun landsins, og er í dag hluti af Högum. Hagkaup opnaði sína fyrstu verslun í fjósi við þáverandi Miklatorg við Hringbraut (til vinstri) árið 1959. En í húsinu sem stendur nú  sunnarvert við Hringbraut var fyrir seinna stríð eitt stærsta fjós landsins um tíma. Sem sá Reykvíkingum fyrir mjólk, smjör og rjóma.

24/03/2023 : A7R IV : FE 2.8/100mm GM Ljósmyndir og texti Páll Stefánsson