Við Úlfarsá

Úlfarsárdalur er fallegt dalverpi sem lax og silungs áin Úlfarsá, rennur úr Hafravatni stutta leið til sjávar í Faxaflóann. Í miðjum dalnum eru tvö af yngstu hverfum borgarinnar, Úlfarsárdalur norðan við ánna, og Grafarholt sunnan. Passað hefur verið upp á að íbúar hafi stór og fallegt útivistarsvæði til að njóta, enda eru hverfin í útjarðri höfuðborgarinnar. Næsta nágrenni Úlfarsá er á Náttúruminjaskrá, friðað fyrir komandi kynslóðir. Í Hafravatni sem er 1 km² að stærð og í 76 m hæð, er mikið af bleikju, og örlítið af laxi, sem gengur upp í vatnið gegnum Korpu og síðan Úlfarsá. Icelandic Times / Land & Saga átti leið um, til að njóta kyrðarinnar og sá þá mann og annan njóta kuldans og vetrarbirtunnar í útjaðri höfuðborgarinnar.

Nýjasta hverfi Reykjavíkur, Úlfarsárdalur, fremst nýr knattspyrnuvöllur íþróttafélagsins Fram, og í bakgrunni Esjan

Hverfið, Grafarholt í Reykjavík frá Hafravatni

 

Vetrarstilla við Hafravatn

Gengið á ísilögðu Hafravatni

Úlfarsárdalur og Hafravatn, er eitt af bestu útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu. Falleg svæði, sumar sem vetur.

Dalslaug í Úlfarsárdal

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

19/01/2023 : A7C, A7RIII : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G