Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir vegna byggingar 20 íbúða á svokölluðum Vigdísarreit í vestanverðum Fossvogi, sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum.

Með gerð deiliskipulagsins er fylgt eftir áformum Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um mótun byggðar í vestanverðum Fossvogi og stuðlað að hæfilegri uppbyggingu á svæðinu.