Kynningarfundi um uppbyggingu í Vogabyggð 3, sem halda átti fimmtudaginn 8. október n.k., er frestað vegna hertra samkomutakmarkana. Tilkynnt verður um nýjan fundartíma og fyrirkomulag við fyrsta tækifæri.

( gamla tilkynningin)
Boðað er til opins kynningarfundar með lóðarhöfum á svæði 3 í Vogabyggð og áhugafólki um uppbyggingu Vogabyggðar. Fundurinn verður í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 8. október kl. 17:00.Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
• Kynning á nýjum samningsramma fyrir Vogabyggð 3.
• Kynning á hönnunarhugmyndum og uppbyggingarmöguleikum í Vogabyggð 3.
• Samvinna lóðarhafa og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu hverfisins og fyrirhugðar viðræður og samningagerð við núverandi lóðarhafa.
• Fyrirspurnir – umræður.