Voga­byggð er hverfi sunn­an Klepps­mýr­ar­veg­ar og aust­an Sæ­braut­ar. Sam­kvæmt aðal­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir, sam­tals um 155.000 fer­metr­ar og at­vinnu­hús­næði verði um 56.000 fer­metr­ar. Skipu­lags­svæðið er um 18,6 hekt­ar­ar. Lóðar­haf­ar á öllu svæðinu eru um 150 og rúm­lega 50 leigu­lóðir á svæðinu.