Vorið að koma

Vorið að koma

Hann er merkilegur dagur, jafndægri að vori eins og í dag, og að hausti. Þessa tvö daga er nokkurn veginn sama dagsbirta, 12 tímar á allri jarðarkringlunni. Stuttur er dagurinn á Íslandi, norður á Melrakkasléttu, og í Grímsey á vetrarsólstöðum, rétt rúmir tveir tímar, helmingi styttri en í höfuðborginni. Í staðinn fá þeir auðvitað 24 tíma sólarbirtu á sumarsólstöðum, meðan sólar gætir ekki í rúma tvo tíma í Reykjavík, yfir blánóttina. Icelandic Times / Land & Saga skrapp út fyrir höfuðborgina, til að fanga birtuna og gróðurinn, sem er lítið farið að taka við sér, þrátt fyrir langa bjarta daga. En sumarið kemur til Íslands eftir mánuð, þann 20 apríl, en þá er Sumardagurinn fyrsti, sannkallaður hátíðisdagur.  

Álftir á hálf frosnu Elliðavatni
Hólmsá er enn frosin
Fallegar sinuvaxnar þúfur bíða vorsins, sumarsins
Vötn eru en ísilögð, hér lítil tjörn í Rauðhólum

 

Fallegar sinuvaxnar þúfur bíða vorsins, sumarsins

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

21/03/2023 : A7C, A7RIV : FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM