• Íslenska

 World Seafood Congress
Á Íslandi í fyrsta sinn 2017

World Seafood Congress verður haldin í Reykjavík dagana 10.-14. september 2017. Þingið, eða ráðstefnan eins og fleiri vilja kalla þennan viðburð, er haldin á tveggja ára fresti og ekki aðeins er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin á Íslandi heldur jafnframt í fyrsta skipti sem henni er valinn staður á einhverju Norðurlandanna. Valið stóð á milli Íslands og Víetnam fyrir ráðstefnustað að þessu sinni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Matís, segir að á ráðstefnunni skapist gott tækifæri til að kynna sér þann árangur sem náðst hefur í íslenskum og norrænum sjávarútveg á alþjóðavettvangi.

Bláa lífhagkerfið í brennidepli
Meginþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður vöxtur í bláa lífhagkerfinu en með því er vísað til mikilvægis hafsins og þeirra tækifæra sem það skapar til vaxtar, nýsköpunar, rannsókna og  markaðssetningar með matvælaöryggi, fæðuöryggi, sjálfbærni og matarheilindi að leiðarljósi. 

Þannig verður fjallað um nýsköpun í sjávarútvegi, nýjar vörur og möguleika til fjárfestinga, matvælaöryggi, svik og rekjanleika í matvælaframleiðslu, alþjóðlega verslun með matvæli á tímum netverslunar auk fjölmargs annars.

„Við höfum þarna sterkan vettvang til að koma á framfæri fyrir hvað íslenskur sjávarútvegur stendur, hvernig við stýrum veiðum, vinnslu, markaðsmálum og öllu öðru sem að greininni snýr. Markmiðið er að ráðstefnan skili ávinningi og skapi um leið ný tækifæri fyrir greinina,“ segir Sigrún Elsa.

Opnar ný tækifæri
Alþjóða matvælastofnunin (FAO) stofnaði til ráðstefnunnar á sínum tíma og ásamt henni hafa undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna komið að þessum vettvangi en International Association of Seafood Professionals (IAFI) eru eigendur ráðstefnunnar. Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður auk þess tengdur þessari ráðstefnu og ljóst er að margar stofnanir, fyrirtæki og samtök munu koma að ráðstefnunni. Arion banki hefur til að mynda ákveðið að taka þátt af fullum krafti og er bankinn aðal styrktaraðil ráðstefnunnar, svokallaður „Platinum Sponsor“.  

Reynslan hefur sýnt að ráðstefnan færir sjávarútvegi viðkomandi lands mikla athygli og gerir einnig öðrum kleift að skoða og kynna sér vel hvað sjávarútvegurinn er að gera og hvernig honum gengur í því landi ráðstefnan er haldin. Til dæmis verður boðið upp á heimsóknir í fyrirtæki sem beint eða óbeint eru hluti af íslenskum sjávarútvegi.

New technology is constantly being implemented in the fishing industry and while the Icelandic fishing industry is a frontrunner when it comes to utilisation and value creation, there is a room for improvement. Obstacles need to be identified and overcome and effort needs to be invested to increase the growth of the industry in the region at large.
It is important to increase processing yields within the fisheries. However, substantial increase in value addition and creation of new innovative products is likely to occur in synergy between fisheries and the biotechnology. Furthermore, utilizing bioresources for e.g. protein production, isolation of bioactive compounds and produce ingredients and products for the pharmaceutical, health industry and cosmetics could multiply the value creation from raw materials. Combining the strong fishing industry with research, development and innovation within the biotechnology sector will benefit the economy as well as turning fishing regions into an attractive area for young educated people.

About Matís
Matis is an independent government owned Food and Biotech R&D company. Value creation and innovation in the bioeconomy across the value chain is Matis expertise and special focus is on the blue part of the bioeconomy (oceans). The company has played a leading role in several large international projects within in the EU Framework Programmes and Horizon 2020. Matis has actively worked with the concept of bioeconomy in a broad sense and participated in the European-, Nordic- and West Nordic bioeconomy panels and the International Advisory Committee for the Global Bioeconomy Summit and currently plays a leading role in the development of an Icelandic bioeconomy strategy. The document “Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries” is a result of a project sponsored by the Nordic Council of Ministers and led by Matis. It was identified in 2015 by the German Bioeconomy panel as “one of eight dedicated or holistic bioeconomy strategies” alongside the European Union, Finland, Germany Japan, Malaysia, South Africa and the USA. Matís has also participated in numerous developmental programs with governments and developmental aid funds alike. Such projects include working with Tanzanian government improving fisheries in Lake Tanganyika, courses and consultation for the Kenyan government on quality issues for fish, the treatment of the catch, fish processing methods and packaging. And, last but not least, Matís participates in the United Nation University Fisheries Training Programme (UNU-FTP), where Matís handles the specialist training in Quality Management of Fish Handling and Processing part of the program.

Nánari upplýsingar: www.wsc2017.com