Íslensk hollusta ehf. – Framleiða hátt í 20 vörutegundir

Íslensk hollusta ehf.

Eyjólfur Friðgeirsson líffræðingur stofnaði fyrirtækið Íslenska hollustu ehf. árið 2005 til að þróa og framleiða hollustufæði. Hann segir tilurð fyrirtækisins tengjast dvöl hans í klaustri Zen búddista í Kaliforníu. Zen búddistar eru grænmetisætur og nota mikið af þara í mat.

islensk hollusta icelandic timesÍ klaustrinu vaknaði áhugi minn á þara og þegar ég kom heim fór ég að vinna að því að nýta íslenskan þara og fór út í framleiðslu og sölu á ýmsum þarategundum. Ég ætlaði aldrei að láta þetta verða stórt fyrirtæki“ segir Eyjólfur. „Þetta vatt upp á sig, ég fór að nýta villtar, íslenskar jurtir og svo villt ber og núna er fyrirtækið með breitt vöruúrval.“ Á meðal þess sem fyrirtækið selur er jurtate, krydd, sósur, ostar, hollustusnakk úr þara, kryddlegin söl, berjasaft, húðvörur og baðsalt. Þær tegundir af þara sem fyrirtækið hefur selt mest eru söl, beltisþari og stórþari. „Sölin eru látin ryðja sig og verkast svo þau verða mjúk og bragðmikil. Beltisþarinn, sem er afar gómsætt snakk, er tekinn af kræklingalögnum í Stykkishólmi og stórþarinn er bragðmikill og hentar vel í matseld.“ Í framleiðsluna leggur fyrirtækið áherslu á að nota íslenskt hráefni, jurtir, ber, salt og þara, og reynir að láta náttúrulega eiginleika hráefnisins njóta sín.Septlok 013 - icelandic times

Vörurnar frá Íslenskri hollustu ehf. fást í heilsuvöruverslunum, nokkrum matvöruverslunum og flestum ferðamennaverslunum auk þess sem sem fyrirtækið selur mikið í veitingahús. „Við höfum verið dugleg að kynna vörurnar okkar og selja á útimörkuðum,“ segir Eyjólfur.
Þaravörururnar eru mikið notaðar á mörgum veitingahúsum bæði hér á landi og erlendis og er um 10% af veltunni útflutningur. Hið þekkta veitingahús NOMA í Kaupmannahöfn hefur notað þaravörurnar í suma af réttum sínum undanfarin ár.

Jurtatinslatarataka4

Zenklaustur3

 

„Við seljum ýmsar jurtir til veitingahúsa t.d. fjallagrös, heil og möluð, birki, ætihvönn, ætihvannarfræ, ætihvannarrót, blóðberg og mjaðjurt. Við eigum alltaf á lager ýmsar þurrkaðar, íslenskar jurtir.“

tarataka3

VidurkenningfyrirfrumkvodlastarfÍslensk hollusta hefur keypt mikið af berjum undanfarin ár. „Við keyptum í fyrra 12 tonn af berjum og nú í haust önnur 5 tonn en við höfum selt mikið af ferskum berjum í verslanir. Svo höfum við selt frosin ber allan ársins hring og notar fólk þau m.a. í boost og mat.“

Íslensk hollusta er með nokkrar tegundir af gjafakössum. Í einum slíkum eru t.d. fjórar 200 g sultukrukkur: Aðalbláberjasulta, bláberjasulta, krækiberjahlaup og chilisulta. Einnig er te- og kryddgjafakassi sem inniheldur íslenskt jurtate, hreint blóðberg, möluð fjallagrös, malaðan stórþara, möluð söl og tvær tegundir af salti, Jarðsalt og Víkingasalt. Víkingasaltið er framleitt eftir fornri saltvinnsluaðferð sem notuð var á Íslandi og öllum Norðurlöndunum áður en farið var að flytja inn hvítt salt. Saltpakki með fjórum tegundum af kryddsalti þar sem íslenskt jarðsalt og sjávarsalt hefur verið marinerað upp úr aðalbláberjasafa, reyniberjasafa og þara og kryddað með berjum og berjalaufi. Nýjasti gjafapakkinn inniheldur fjórar sultutegundir.

Hráefnin frá Íslenskri hollustu er hægt að nota í ótal rétti s.s. heilar máltíðar, smárétti, salöt og brauð og á heimasíðu fyrirtækisins er að finna nokkrar uppskriftir. Eyjólfur hlaut árið 2009 viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins fyrir frumkvöðlastarf.  -GJG