Íslenskt rokk og ungverskt söngvaskáld á KEX

Íslenskt rokk og ungverskt söngvaskáld á KEX

Fríkeypis tónleikar með Vio og Zanzinger miðvikudaginn 18. október

Íslenska jaðarsveitin Vio og söngvaskáldið Zanzinger frá Budapest í Ungverjalandi halda fría tónleika á KEX miðvikudagskvöldið 18. Október.

Vio er fjögurra manna rokksveit úr Mosfellsbæ sem sigraði Músíktilraunir árið 2014 og hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt síðan. Tónlist Vio er hringlandi og sveimkennt gítarrokk með grípandi laglínum. Áhrif koma víðs vegar að og ef kafa á djúpt þá glittir í áhrif sveita borð við Real Estate, Kurt Vile & the Violators, Woods, The Byrds, Fleetwood Mac og fleiri. Vio skipa þeir Magnús Thorlacius, Páll Cecil Sævarsson, Kári Guðmundsson og Yngvi Rafn Garðarsson Holm.

Tóndæmi:
https://www.youtube.com/watch?v=2jQK-MjA5BU
https://www.youtube.com/watch?v=qtIKyRhuTj0

Zanzinger er ungt söngvaskáld frá Búdapest í Ungverjalandi og heitir réttu nafni Daniel Misota. Hann hefur gefið út þónokkuð af tónlist sinni sem fjallar oft um þann breyskleika sem felst í því að vera manneskja.

Tóndæmi:
https://www.youtube.com/watch?v=SDWzlJWfKQg
https://www.youtube.com/watch?v=m35jjHaRhJQ

Tónleikarnir verða í bókahorninu á Sæmundi í sparifötunum á KEX og hefjast stundvíslega klukkan 21:00. Sæmundur í sparifötunum er til húsa að Skúlagötu 28.

Það er frítt inn á tónleikana.