Jack Latham – Mál 214

Jack Latham – Mál 214

Sviðsetning á atburðunum sem leiddu til dauða Geirfinns. Sviðsetningin fór fram 23. janúar 1977. Ljósmyndir úr lögregluskýrslu málsins.

Sýning um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar.
Mál 214 er yfirskrift sýningar Jack Latham sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 16. september kl. 15. Dr. Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur, mun opna sýninguna.

 

Borð samsæriskenningarsmiðs.

„Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. Breski ljósmyndarinn Jack Latham hefur kynnt sér málið frá ýmsum hliðum þess, hitt að máli marga þá sem koma við sögu og ljósmyndað sögusvið rannsóknarinnar. Efniviður sýningarinnar spannar allt frá lögregluskýrslum til samsæriskenninga, réttarvísinda og hugtaksins minnisvafaheilkenni. Latham setur fram spurningar um sönnunargögn og sannleika, vissu og óvissu, einkum út frá minninu og ljósmyndinni sem miðli.
Jack Latham hlaut ljósmyndabókaverðlaunin Bar Tur Photobook Award árið 2015. Bók hans, Sugar Paper Theories, hefur að geyma sama efni og sýningin, en bókin var gefin út sameiginlega af Here Press og The Photographers’ Gallery.“
Dr. Mark Rawlinson

 

Sjá nánari upplýsingar á:

https://borgarsogusafn.is/is/ljosmyndasafn-reykjavikur/syningar/jack-latham-mal-214