Karen Agnete Þórarinsson

Karen Agnete Þórarinsson

Karen Agnete var fædd 28. desember 1903 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru Carl Christian
Enevoldsen, iðnrekandi, og kona hans, Louise Madsen. Karen ólst uppá rótgrónu efnaheimili, þar sem listir og menning voru í hávegum hafðar. Hún tók stúdentspróf ung að árum, lærði píanóleik hjá einkakennara í 14 ár, stundaði nám í Rannowes Tegneskole, Carla Colsmanns Malerskole og Akademiet for de skönne kunster í Kaupmannahöfn. Þar bar saman fundum hennar við ungan íslending, Svein Þórarinsson frá Kílakoti í Kelduhverfi N-Þing.sem var þar einnig til náms í málaralist. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1. júní 1929. Sama ár fóru þau til íslands og settust að á feðraleifð Sveins að Kílakoti.

Allt var svo skemmtilegt í Kílakoti
Viðtal eftir GISLA SIGURÐSSON

Ætli það sé ekki einsdæmi og ætti þá að standa í heimsmetabók Guinness, að málari sem búinn er að stunda list sína alla ævi, haldi þá fyrst einkasýningu, þegar hann er kominn yfir áttrætt. Þannig er því varið með Karen Agnete Þórarinsson, sem verið hefur þjóðkunnur málari i marga áratugi. Flestum er ugglaust þannig varið, að þeir hafa ekki framtak eða eiga ekki myndir til að sýna,þegar komið er yfir áttræðisaldurinn,allrasízt ef þeir hafa aldrei gert það áður.Það er einnig í hæsta máta athyglisvert að málari skuli á þessum aldri standa uppá sitt bezta; einmitt þegar sjónin er að byrja að svíkja — en það sýnir vel hversu löng og torfarin þroskaleið málarans er. Sjá meira hér