Kiðagil í Bárðardal

Kiðagil í Bárðardal
Kyrrðin í Kiðagili

 
Aldeyjarfoss
Í Kiðagili í Bárðardal er gististaður, veitingahús og tjaldstæði. Mikil kyrrð er þarna í sveitinni og því kjörið að slaka á og njóta kyrrðarinnar. Stutt er að fara að Aldeyjarfossi, einum fegursta fossi landsins og álíka stutt er að fara að Goðafossi, eða um 15 til 20 mínútna akstur. Gaman er að ganga í Aldeyjunni og Sexhólagili eða keyra uppí Svartárkot og ganga þar um. Um 20 mínútur tekur að aka uppí Svartárkot.

AldeyjarfossÍ Kiðagili eru 12 herbergi, eins til fjögurra manna. Þau eru öll án baðs en eru með handlaug, náttborðum, fataskáp, spegli og fleiru. Hægt er að panta svefnpokapláss og uppábúin rúm. Setustofa er á staðnum fyrir gesti, þar sem hægt er að koma sér þægilega fyrir og horfa á sjónvarp, lesa blöð eða bækur. Internettenging er góða í Kiðagili og þráðlaust netsamband í hluta hússins.

Veitingastaður Kiðagils er opinn frá kl. 11 til 22 alla daga vikunnar. Í veitingasalnum er pláss fyrir á annað hundrað manns. Boðið er upp á kjöt og fiskrétti, hamborgara, samlokur og fleira. Vínveitingar eru á staðnum. Kaffihlaðborð er á sunnudögum yfir sumartímann milli kl. 14 og 17. Síðustu ár hafa verið handverksog myndlistasýningar í Kiðagili og stundum eru einskonar þemahlaðboð t.d. barnadagur, þjóðlegt kaffi og oft eru tónlistarmenn á staðnum og flytja tónlist fyrir kaffigesti.

Í Kiðagili stendur nú yfir sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni þar sem hægt er að skoða híbýli útilegumanna og lesa mikið af sögum og upplýsingum tengdum þeim.